Sjónlistadeild - fullt nám á framhaldsskólastigi

Nám við sjónlistadeild veitir grunnmenntun í fjölbreyttum greinum myndlistar og býr nemendur undir háskólanám í list- og hönnunargreinum, sem og í flestum greinum hug- og félagsvísinda. Nám við sjónlistadeild veitir enn fremur góðan almennan undirbúning fyrir störf á breiðu sviði. Myndlistaskólinn í Reykjavík býr að áratuga reynslu af kennslu undirbúningsnáms fyrir háskólanám á sviði sjónlista. Kennarar við sjónlistadeild starfa flestir sem myndlistarmenn, hönnuðir, arkitektar, tónlistarfólk o.fl. og búa yfir mikilli reynslu af kennslu sjónlista.

Námsleiðir við sjónlistadeild

Listnámsbraut - tveggja ára námsbraut til stúdentsprófs (140 einingar)

- fyrir nemendur sem lokið hafa að minnsta kosti 60 einingum í öðrum framhaldsskóla, þar af 30 skilgreindar einingar.

Fornám – eins árs námsbraut

- fyrir nemendur með stúdentspróf af annarri braut en listnámsbraut. 

Umsókn um nám við sjónlistadeild

Opið er fyrir umsóknir í sjónlistadeild fyrir skólaárið 2017-18 frá 1. mars til og með 23. maí 2017. Boð í inntökupróf deildarinnar sem haldið verður föstudaginn 26. maí 2017 verða send út að loknum umsóknarfresti. Til að fá slíkt boð þurfa umsækjendur að uppfylla forkröfur skólans eða færa fullnægjandi rök fyrir umsókn sinni. Hafa ber í huga að frágangur umsóknarinnar er metinn sérstaklega og því nauðsynlegt að hún sé vel og skilmerkilega útfyllt. Sjá nánar um umsóknarferli.

Nánari upplýsingar um sjónlistadeild veitir starfsfólk skrifstofu (s.551-1990, mir@mir.is) og deildarstjóri sjónlistadeildar (sjonlist@mir.is).