Sérsniðin námskeið

Í Myndlistaskólanum í Reykjavík er boðið upp á sérsniðin námskeið, lengri eða styttri, í fjölbreyttum greinum myndlistar, hönnunar og listhandverks.
Uppbyggileg tilbreyting fyrir vinnustaði, fjölskyldur, saumaklúbba og aðra vinahópa sem vilja stíga út fyrir rammann og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Kennarar skólans eru einvala lið starfandi myndlistarmanna og hönnuða.

Teikning, módelteikning, litafræði, formfræði, stærðfræði myndlistarnemans, listasaga, myndasögur, hreyfimyndir, vatnslitir, filmuljósmyndun, stafræn ljósmyndun, leirmótun, leirkerarennsla, ullarvinna og spuni, jurtalitun, hnútabatik, tauþrykk, útsaumur, prjón...

Hafðu samband við skrifstofu skólans í síma 551-1990 eða í netpósti: mir@mir.is og í sameiningu finnum við hentugan tíma og rétta kennarann.