Námstími og skólasókn

Tveggja ára nám

Keramik er tveggja ára fullt nám þar sem unnið er með leir og keramik. Námið er tilraunastofa þar sem möguleikar efnisins, eiginleikar og notkun eru kannaðir í allar áttir. Horft er til framtíðar með aðferðir og hefðir fortíðar að vopni.

Styttra faglegt nám

Námið er byggt upp með hliðsjón af dönskum skólum sem bjóða upp á styttra fagtengt nám að loknum framhaldskóla. Í uppbyggingu námsins er meðal annars horft til menntunar eins og Fashion Design Technologist. Nánari upplýsingar um það nám má nálgast á vefsíðu Copenhagen School of Design and Technology, hér.