Námstími

Skólaárið á listnámsbraut í sjónlistadeild skiptist í tvær u.þ.b. 17 vikna annir, haustönn og vorönn. Kennsla á haustönn hefst upp úr miðjum ágúst, vorönn hefst strax eftir áramót og lýkur í byrjun maí. Engin kennsla fer fram á lögboðnum frídögum. Stjórn skólans getur ákveðið að fella niður kennslu á öðrum dögum en hér eru nefndir.