Námsmat

Námsmat við sjónlistadeild tekur mið af markmiðum (um þekkingu, leikni og hæfni) í viðkomandi áfanga og er samsett úr mörgum þáttum. Til að fylgjast með framvindu náms nemandans beitir kennarinn símati auk þess að meta einstök verkefni, hvert á sínum forsendum. Lokamat fer fram í tengslum við yfirferð en flestum verklegum áföngum lýkur á því að nemandinn kynnir lokaniðurstöðu sína og lýsir aðdraganda og vinnuferli. Nemandinn fær bæði einkunn og umsögn en í umsögn felst leiðsögn um hvernig nemandinn gæti hagað námi sínu í framhaldi af áfanganum.
Mat á bóklegu námi byggist á skriflegum og munnlegum verkefnum, hópverkefnum og prófum en inn í marga bóklega áfanga er jafnframt fléttað verklegum þáttum sem lúta þá reglum um verklegt nám.