Námskeiðaþrenna

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á samfellt nám í kvöldskóla fyrir fólk sem hefur hug á að fara í framhaldsnám í myndlist, hönnun, arkitektúr eða öðrum tengdum greinum en hefur ekki tök á að sækja undirbúningsnám í dagskóla.

Námskeiðin sem hægt er að taka sem hluta af námskeiðaþrennunni eru:

  • Teikning 1
  • Litaskynjun
  • Form rými hönnun
  • Teikning 2
  • Módelteikning 
  • Gróðurhús hugmyndanna

Hægt er að skrá sig í námskeiðaþrennuna að hausti eða að vori. Nemandi mætir þannig á námskeið þrisvar sinnum í viku á hvorri önn. Jafnframt verður boðið upp á styttri námskeið um ljósmyndun á tví- og þrívíðum verkum og um námsframboð í sjónlistum hérlendis og erlendis, auk þess sem nemendur geta fengið aðstoð við ferilmöppugerð.

Þeir sem sækja þessi þrjú námskeið á hvorri önn fá 30% afslátt af námskeiðsgjöldum við námskeiðaskóla.

Skráning fer þannig fram að nemandi skráir sig á námskeiðin á hefðbundinn hátt, en sendir svo póst á netfangið mir@mir.is með kennitölu sinni og tilkynningu um að viðkomandi vilji skrá sig í „þrennuna“. Starfsfólk skrifstofunnar mun svo setja inn 30% afsláttinn.