Námskeið fyrir börn í Miðbergi, Breiðholti


Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára og 10-12 ára í frístundamiðstöðinni Miðbergi, Breiðholti. Námskeiðin eru kennd einu sinni í viku og kennari er Björk Viggósdóttir.

Veturinn 2017 er boðið upp á eftirfarandi námskeið í Miðbergi:

6-9 ára Myndlist Miðbergi
mánudögum kl.15.15-17.00


10-12 ára Myndlist Miðbergi
miðvikudögum kl.15.00-17.15


Hægt er að skrá sig á skráningarvef skólans eða með því að hringja í skrifstofu s. 551-1990.

Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar til að niðurgreiða námskeiðsgjöld á vetrarnámskeiðum fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára sem eru með lögheimili í Reykjavík. Sjá nánari upplýsingar hér. Veittur er 10% fölskyldu-/systkinaafsláttur. Nánari upplýsingar um greiðsludreifingu og afslætti fást á skrifstofu skólans.