Námsgreinar

Bóklegt nám við sjónlistadeild. Auk þeirra áfanga í íslensku, ensku og stærðfræði sem nemendur á námsbraut til stúdentsprófs taka, læra nemendur sjónlistadeildar listasögu og listheimspeki og menningarlæsi. Áhersla er lögð á skólakynningar og kynningu á starfsumhverfi myndlistamanna og hönnuða. Nemendur fá þjálfun og stuðning við að vinna umsóknir um áframahaldandi list- eða hönnunarnám.
Bóklegt nám í almennum greinum er kennt í samstarfi við Kvennaskólann í Reykjavík.

Verklegt nám við sjónlistadeild felst í: teikningu, módelteikningu, formfræði, litafræði, skúlptúr, bókagerð, gagna- / möppugerð, margmiðlun,  ljósmyndun á filmu - og stafrænar vélar, vídeó, hljóðvinnslu, myndvinnslu í tví- og þrívíddarforritum, vefsíðugerð, hreyfimyndagerð og gerð lokaverks.