Námsferill

Námsferill nemandans er skráður í miðlægt tölvukerfi skólans og getur nemandi við annalok fengið útprentað yfirlit um stöðu sína í námi. Útprentað afrit er geymt í skjalasafni skólans.

Mat á námi úr öðrum skólum

Hafi nemandi lokið námsáfanga í öðrum framhaldsskóla getur hann fengið hann metinn, enda sé um algjörlega sambærilegt námsefni og/eða verkefni að ræða. Sömuleiðis færist einkunn milli skóla, sé hún í sambærilegu kerfi. Ákvörðun um slíkt mat er tekin af viðkomandi kennara í samráði við deildarstjóra og skólastjóra.