Námsárangur og einingar

Hver önn er 15 vikur og er gert ráð fyrir að nemandi ljúki 23 einingum (ígildi 30 ECTS eininga) á hverju misseri. Til grundvallar námsframvindu eru ECTS einingarnar sá mælikvarði sem skólinn notast við. ECTS stendur fyrir European Credit Transfer and Accumulation System og er námseiningakerfi sem verið er að innleiða í öllum löndum EES-svæðisins. Almennt séð samsvarar fullt nám 60 ECTS einingum á ársgrundvelli.

Námsmat

Heildarnámsmat fer fram í lok hverrar annar. Nemendur þurfa að ljúka hverri önn með að lágmarki 85% mætingu. Námsmat fer fram í verkefnaskilum og í lok námstímans. Mætingaskylda er í öllum áföngum og ljúka þarf hverjum áfanga með fullnægjandi skólasókn.

Um námið

Þeir sem kjósa að dýpka þekkingu sína enn frekar, geta tekið alla annirnar og í framhaldi af því lokið BA-gráðu við erlendan háskóla. Verklegt og fræðilegt nám sem snýr að faglegum hluta námsins fer fram í Myndlistaskólanum í Reykjavík (90ECTS). Í Tækniskólanum er kenndur almennur hluti, sem felst í menningarfræðum, tölvugreinum og viðskiptagreinum (30ECTS). Sá hluti er fléttaður inn í allar annir námsins.