Nám fyrir þig ?

Námið er ætlað þeim sem:

•  lokið hafa listnámsbrautum framhaldskólanna og stefna á frekara nám í hönnun, myndlist eða listhandverki.

•  vilja efla þekkingu sína og kunnáttu. Einnig getur námið nýst þeim sem lokið hafa BA námi í myndlist og hönnun en kjósa að efla kunnáttu sína og efnisþekkingu.

•  kjósa viðbótarnám eða endurmenntun. Einstakir námshlutar geta nýst sem endurmenntun eða viðbót fyrir eftirfarandi starfsstéttir: textíllistamenn, iðn- og vöruhönnuði, myndlistamenn, kennara í myndlista- og hönnunargreinum, og ýmsa handverksmenn.