Markmið

Meginmarkmið námsins eru

  • Nemandi styrki og þroski skilning sinn á teikningu og efli færni í  myndrænni vinnslu.
  • Nemandi öðlist færni í teikningu og fjölbreyttum vinnubrögðum við myndsköpun.
  • Nemandi öðlist skilning á myndrænni frásögn og tungumáli sjónrænnar miðlunar.
  • Nemandi geti túlkað hugmyndir og upplýsingar og miðlað þeim á myndrænan, hagnýtan hátt.


Áhersla er lögð á:

  • Færni nemanda í grundvallaratriðum myndsköpunar, teikningu og myndrænni frásögn.
  • Frjóa hugmyndavinnu sem styrkir sérstöðu og sjálfstæð vinnubrögð nemandans.
  • Þekkingu nemanda á sögu og þróun teiknifagsins og þátt þess í menningu og samfélagi.
  • Hæfni nemanda til greinandi og gagnrýnnar skoðunar á umhverfi sínu og hefðum.
  • Færni nemanda í túlkun hugmynda, miðlun upplýsinga og myndrænni frásagnarlist.