MarkmiðNám í sjónlistadeild nýtist sem undirbúningur undir nám, líf og störf í víðu samhengi. Sjónrænt umhverfi okkar verður sífellt flóknara og skipar stærri sess í daglegu lífi, í því liggja mörg tækifæri til framþróunar þar sem ýmis konar skapandi greinar munu skipa veigamikinn sess í atvinnulífi Íslendinga og vestrænna samfélaga á næstu árum.

Markmið sjónlistadeildar eru:

  • Að nemandinn fái sem haldbesta grunnmenntun á sviði sjónlista og verði hæfari til að takast á við frekara nám á því sviði
  • Að nemandinn verði meðvitaðri um hvaða stefnu hann tekur í framhaldsnámi
  • Að nemandinn verði skapandi og gagnrýninn þátttakandi í samfélaginu
  • Að efla almennan skilning á sjónlistum