Markmið

Markmið námsins er að útskrifaðir nemendur geti unnið í tengslum við framleiðslu textílefna í smáum og stórum framleiðslufyrirtækjum, við hönnun efna, mynstra og áferða í efni. Mögulegt er að útskrifaðir nemendur geti stofnað lítil fyrirtæki og framleitt á Íslandi og erlendis, bæði fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings.

Meginmarkmið náms:

  • Að nemendur öðlist þá færni að geta haslað sér völl sem sjálfstæðir textílhönnuðir og -listamenn.

  • Að nemendur geti unnið í tengslum við framleiðslu textílefna í smáum og stórum framleiðslufyrirtækjum við hönnun efna, mynstra og áferða í textíl.  

  • Að nemendur myndi raunhæfar tengingar við ýmsar greinar og fyrirtæki og afli sér þekkingar á menningar- og viðskiptaumhverfi samtímans.  

 

Áhersla er lögð á:

  • Skilning nemenda á uppbyggingu þráðar og mismunandi eiginleikum ýmissa textílefna.

  • Skapandi vinnu í vefnað, prjón, þrykk og í aðrar aðferðir greinarinnar út frá markvissri hugmyndavinnu.

  • Færni nemenda í að fullvinna hugmyndir sínar og sjá framleiðslumöguleika, hérlendis og erlendis.

  • Eflingu á samstarfshæfni og tengslamyndun - bæði innan námsins með hópvinnu og í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.