Litaskynjun 1

Númer: 
220701
SKRÁNING OG GREIÐSLA: 
Fara á skráningarvef
Kennari: 
Þórunn María Jónsdóttir
Kennsludagur / kennsludagar: 
Þriðjudagar
Kennslutími: 
17.45-20.30
Upphafsdagur haustannar: 
þriðjudagur, 5 september, 2017
Lokadagur haustannar: 
þriðjudagur, 5 desember, 2017
Stutt lýsing á námskeiði: 
Verklegar æfingar þar sem áhrif lita, merking þeirra og notkun er könnuð og fléttuð við listasögu. Unnið er með mismunandi gerðir litarefna. Námskeiðið er góð undirstaða fyrir nemendur sem hafa hug á áföngum í málun og einnig mikilvægur þáttur í almennum undirbúningi fyrir frekara nám á sviði hönnunar eða myndlistar, hvort heldur um er að ræða tómstundanám eða háskólanám. Fjallað er um skynjun okkar á litum, áhrif  þeirra, vægi og merkingu í umhverfi og listum. Kynntar forsendur ljóssins í lit og sagt frá helstu kenningum og hugmyndum um liti. Úr frumlitunum blanda nemendur litahring og kanna á kerfisbundinn hátt áhrifamátt lita í tengslum við andstæðuliti og heita/ kalda liti. 
Undirstöðuatriði litafræðinnar eru kennd með verklegum æfingum og tilraunir gerðar með tón, blæ og ljósmagn í lit. Á síðari hluta námskeiðs eru unnin með margvíslegum miðlum verkefni þar sem reynir á persónulega túlkun nemenda í litanotkun, litasamspil og tilfinningabundin túlkun lita.Námslok miðast við 80% mætingu.
Efniskaup: 
Efni er að hluta innifalið m.a. allur pappír en nemendur þurfa að koma með 2 pensla í fyrsta tíma og síðar liti í samráði við kennara. PENSLAR: 2 flatir penslar með stuttu skafti fyrir gouach liti númer 10 og 12. Ágætir penslar eru t.d. da Vinci - Nova synthetics (fást í versluninni Litir og föndur) og Lukas Goldtoray (fást í Litalandi). Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Frídagar haustönn: 
Vetrarfrí verður á fimmtudeginum 19. föstudeginum 20. og mánudeginum 23. október
Verð: 
Kr. 76,300
Hámarksfjöldi nemenda: 
14
Kennslustaður: 
Hringbraut 121
Kennslustundir: 
52
Fjöldi kennsluvikna: 
12
Einingar: 
2
Deild: 
Almenn námskeið
Flokkur: 
Málun