Listbúðir grunnskólabarna

Listbúðir í myndlistaskóla byrjuðu sem tilraunaverkefni sem efnt var til fyrir hvatningu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í þeim tilgangi að efna til samstarfs milli Myndlistaskólans í Reykjavík og grunnskóla Reykjavíkurborgar. Myndlistaskólinn fékk í upphafi styrk úr Þróunarsjóði Menntaráðs Reykjavíkurborgar til að þróa verkefnið Listbúðir í myndlistaskóla; samstarf grunnskóla og listaskóla. Síðan þá hafa listbúðir verið starfræktar nokkrum sinnum m.a. með stuðningi frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Listbúðirnar hafa farið fram í Myndlistaskólanum sjálfum en einnig í Húsaskóla og Fellaskóla.

Sýnt hefur verið fram á með margvíslegum hætti, að listnám örvar hæfileika barna til náms og skapandi hugsunar. Gildi listnáms er margþætt og hefur m.a. verið sýnt fram á forvarnargildi þess. Verkefnið miðar að því að fleiri börn á grunnskólaaldri eigi kost á að kynnast samstarfi við myndlistamenn og hönnuði, sem og vinnubrögðum og umhverfi myndlistaskóla. Slíkt samstarf styður við þá myndlistarkennslu sem fyrir er innan grunnskólans og gefur nemendum kost á að dýpka kynni sín af myndlist og skapandi vinnu. Samstarfið er vel til þess fallið að kynna skólastjórnendum og almennum kennurum grunnskólans þau vinnubrögð sem viðhöfð eru innan myndlistaskóla. Með verkefninu er einig efnt til samstarfs við fræða- og eða atvinnustofnanir sem starfa á sviði viðfangsefnisins hverju sinni. Fengnir eru fræðimenn og/eða fagmenn á viðkomandi sviði til að kynna börnunum sjónarhól fræða og/eða fags.

Skýrslur um Listbúðir Myndlistaskólans í Reykjavík:

Myndir og hreyfimyndir frá Listbúðum