Leikskólasamstarf

þróun verkefnisins hófst 1999 með samstarfi milli Myndlistaskólans í Reykjavík og leikskólans Dvergasteins með styrk frá Reykjavíkurborg. Markmið verkefnisins eru; að gefa börnum á leikskólastigi og starfsfólki leikskóla tækifæri til að kynnast umhverfi og aðferðum myndlistaskóla - að miðla aðferðum og sjónarmiðum myndlistamanna þannig að það örvi og ýti undir slíkt starf innan leikskólans - að Myndlistaskólinn, nemendur og kennarar, kynnist upplifun leikskólabarna á umhverfi sínu í gegnum verk þeirra sem unnin eru í sama umhverfi og með sömu efnum og aðrir myndlistanemar nota í sínu námi.

Samstarf leikskóla og myndlistaskóla 2007 - 2008 SKÝRSLA (PDF 800Kb)
Samstarf leikskóla og myndlistaskóla 1999 - 2003 SKÝRSLA (PDF 2,5 Mb)