Lærðu að lita efni og þráð

Númer: 
260502
SKRÁNING OG GREIÐSLA: 
Fara á skráningarvef
Kennari: 
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Kennsludagur / kennsludagar: 
Tveir laugardagar
Kennslutími: 
10.00 - 15.00
Upphafsdagur haustannar: 
laugardagur, 7 október, 2017
Lokadagur haustannar: 
laugardagur, 14 október, 2017
Stutt lýsing á námskeiði: 

Markmið námskeiðisins er að kynna litarefni og vinnuaðferðir til litunar textílefna. Kennt verður að handlita í potti bæði garn og þráð úr náttúrulegum efnum s.s. bómull, hör, ull og silki. Nemendur fá efni og uppskriftir til að lita prufur og sýnishorn. Einnig verður hægt að kaupa aukalega efni og gera tilraunir með litunaraðferðir eftir því sem tími vinnst til. Námskeiðið er opið öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Efniskaup: 
Efni til litunar er innifalið. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Verð: 
Kr. 25,000
Hámarksfjöldi nemenda: 
8
Kennslustaður: 
Hringbraut 121
Kennslustundir: 
14
Fjöldi kennsluvikna: 
2
Deild: 
Almenn námskeið
Flokkur: 
Endurmenntun