Inntökuskilyrði

Til að fá inngöngu sjónlistadeild þarf umsækjandi alla jafna að vera orðinn 17 ára, standast inntökupróf / val inntökunefndar og hafa lokið lágmarks einingum sem tilskyldar eru við námsbrautina. Nám við Sjónlistadeild er metið í framhaldsskólaeiningum skv. nýrri námskrá menntamálaráðuneytisins en samkvæmt henni eru að lágmarki 200 f-einingar að baki stúdentsprófi.

Inntökuskilyrði fyrir listnámsbraut – tveggja ára nám til stúdentsprófs:

* Miðað við að nemandi hafi lokið 60 framhaldsskólaeiningum þar af 30 skilgreindum einingum á öðru þrepi; 10 í íslensku, 10 í ensku, 5 í dönsku og 5 í stærðfræði og minnst 30 einingum í tungumálum, hugvísindum eða raungreinum. Sjá nánar í námsbrautarlýsingu.

Inntökuskilyrði fyrir fornám – eins árs námsbraut:

* Miðað við að nemendur hafi lokið stúdentsprófi.