Inntökuskilyrði

Þeir nemendur sem lokið hafa listnámsbrautum framhaldskólanna eða sambærilegu námi geta sótt um diplómanám. Umsækjendur skulu skila inn umsókn á sérstökum umsóknarblöðum þar sem fram kemur námsferill og tilgangur umsækjenda með náminu. Með umsókn skulu fylgja ljósmyndir af verkum og skissubók.

Mat umsókna

Við mat á umsóknum er horft til frumleika og vinnubragða viðkomandi. Ætlast er til að umsækjendur séu með stúdentspróf eða sambærilega menntun. Sérstök inntökunefnd tekur afstöðu til umsókna. Inntökunefnd er heimilt að kalla umsækjendur í viðtöl.

Framhaldsnám

Ef nemendur hyggja á áframhald náms til BA-gráðu samkvæmt samningi MíR við erlenda háskóla þurfa þeir að ljúka náminu í Myndlistaskólanum með fullnægjandi árangri.

Fjöldi

Inn í hvern námshluta eru teknir 10 – 12 nemendur. Í B, C og D-hluta takmarkast fjöldi nýnema af því hversu margir nemendur kjósa að halda áfram námi sínu í beinu framhaldi af undanfarandi námshluta. Inntöku nemenda skal lokið í júní fyrir haustönn og í desember fyrir vorönn.