InntökuprófInntökupróf fyrir nám við sjónlistadeild skólaárið 2017-18 verður haldið föstudaginn 26. maí 2017.

Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði fyrir námið sem sótt er um og senda inn fullgilda umsókn, fá sent boð í inntökupróf og eru væntanlegir nemendur valdir úr þeim hópi.  

Í inntökuprófi er mat lagt á færni í teikningu, mótun, litameðferð og skapandi vinnu. Væntanlegum umsækjendum er bent á fjölda námskeiða í Myndlistaskólanum sem henta til undirbúnings.

Tímasetning á inntökuprófi er auglýst og kynnt í tengslum við umsóknarfrest hverju sinni. Umsækjandi fær bréf með niðurstöðum úr inntökuprófi og þurfa væntanlegir nemendur að staðfesta skólavist með greiðslu hluta af skólagjaldi haustannar fyrir lok júní.