Hagnýtir möguleikar

Nemendum gefst færi á að kanna hagnýta möguleika teikninga í gegnum verkefni og vettvangsferðir. Nemendur öðlast breiðan grunn þar sem áhersla er lögð á að hugsa út frá möguleikum ákveðinna efna og aðferða sem nýta má á fjölbreyttan hátt.


Hvernig nýtist námið?
Nemendur sem ljúka diplómanámi í Teikningu hafa til dæmis möguleika á því að sækja sér frekari menntun við erlenda háskóla og ljúka þannig BA gráðu. Eða nemendur geta stofnað eigin fyrirtæki eða unnið fyrir fyrirtæki og hönnuði hér heima eða erlendis. Námið getur leitt nememendur inn á ýmsar brautir, útskrifaðir nemendur geta unnið sem myndlistarmenn, sem myndskreytarar bóka, í  tölvuleikjafyrirtækjum, sem sjálfstæðir teiknarar og kennarar svo dæmi séu tekin.