Hagnýtir möguleikar

Nemendum gefst færi á að kanna hagnýta möguleika leirs við framleiðslu einstakara gripa og fjöldaframleiðslu, sem og til annarra skapandi verka. Nemendur öðlast breiðan grunn þar sem áhersla er lögð á að hugsa út frá möguleikum ákveðinna efna og aðferða sem nýta má á fjölbreyttan hátt.

Hvernig nýtist námið?

Nemendur sem ljúka diplómanámi hafa til dæmis möguleika á því að sækja sér frekari menntun við erlenda háskóla.
Útskrifaðir nemendur starfa meðal annars sem sjálfstætt starfandi listamenn, í galleríum, sem vöruhönnuðir, við gerð og framleiðslu muna sem notaðir eru í daglegu lífi og sem kennarar listgreina á grunn- og framhaldsskólastigi, svo dæmi séu tekin.