Glerungar og glerjun

Númer: 
240601
SKRÁNING OG GREIÐSLA: 
Fara á skráningarvef
Kennari: 
Bjarnheiður Jóhannsdóttir
Kennsludagur / kennsludagar: 
Fimmtudagar
Kennslutími: 
17.45-20.30
Upphafsdagur haustannar: 
fimmtudagur, 12 október, 2017
Lokadagur haustannar: 
fimmtudagur, 30 nóvember, 2017
Stutt lýsing á námskeiði: 

Nemandinn kynnist því hvað glerungur er, hvernig hann virkar og hvernig á að vinna með hann. Helstu glerungagerðir eru skoðaðar, helstu verkfæri og aðferðir. Saga glerungsins í keramiksögunni er skoðuð, þróun og nútímaleg notkun hans. Nemendur læra að gera glerung frá grunni, lita hann og nota á tilbúna gripi.

Mikilvægt er að hugsa glerunginn sem hluta af gripnum, þannig að hann vinni með gripnum og dragi fram þau huglægu áhrif sem ætlunin er að ná fram. Helstu litarefni í keramiki eru kynnt og notuð. Glerungar eru vandmeðfarin efni af heilsufarsástæðum og notkun öryggisbúnaðar er kennd.

Mikilvægt er að í upphafi námskeiðsins eigi nemendur hrábrennda muni úr steinleir.

Efniskaup: 
Allt efni er innifalið. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Frídagar haustönn: 
Vetrarfrí verður á fimmtudeginum 19. föstudeginum 20. og mánudeginum 23. október
Verð: 
Kr. 46,000
Kennslustaður: 
Hringbraut 121
Kennslustundir: 
26
Fjöldi kennsluvikna: 
7
Einingar: 
1
Deild: 
Almenn námskeið
Flokkur: 
Keramik