Efnis- og bókakostnaður

Námi við sjónlistadeild fylgir lítill bókakostnaður en nemandinn þarf að eiga öll helstu verkfæri og áhöld til verklegrar vinnu. Einnig getur nemandinn þurft að koma með eigið efni, einkum og sér í lagi í frjálsri vinnu. Gegn framvísun skólaskírteinis fær nemandinn afslátt í helstu verslunum með myndlistarvörur.