Diplómanám í málaralist

NÝ NÁMSBRAUT

Haustið 2016 verður boðið upp á nám á nýrri námsbraut í málaralist við Myndlistaskólann í Reykjavík. Brautin er ætluð nemendum með stúdentspróf af listnámsbraut eða annað sambærilegt nám að baki. Námsbrautin er skilgreind sem áfanganám á BA-stigi og munu nemendur útskrifast með diplóma að loknu tveggja ára námi við skólann. Hver önn hverfist um sitt þema þar sem brotin verða til mergjar margþætt viðfangsefni og álitamál sem varða málverkið í samtímanum. Námið er að stærstum hluta verklegt og einkennist af áherslu á efni, aðferðir og tækni málaralistarinnar, hugmyndavinnu, persónulega listsköpun og rannsóknir. Fjórðungur þess er af fræðilegum toga þar sem áhersla er lögð á listfræði- og listheimspekilega umfjöllun og samræðuhefð.

Breiður hópur lista- og fræðimanna kemur að kennslu við deildina en umsjón með námsbrautinni verður í höndum Jóns B K Ransu, listmálara og deildarstjóra við skólann.

Erindi varðandi möguleika nemenda á framfærslu- og skólagjaldaláni verður sent Lánasjóði íslenskra námsmanna fyrir stjórnarfund LÍN í júní n.k..

Menntamálastofnun hefur farið yfir BRAUTARLÝSINGU listmálarabrautar og samþykkt fyrir sitt leyti án athugasemda. Brautarlýsingin bíður samþykkis ráðuneytis.

Áherslum í náminu er skipt á 4 annir.

 • A hluti Klassískar aðferðir

  Efni og aðferðir, 6 ECTS einingar

  Vinnustofa, 10 ECTS einingar

  Módelteikning/-málun, 3 ECTS einingar

  Hugmyndavinna, 3 ECTS einingar

  Listfræði 4 ECTS einingar

  Málstofa, 3 ECTS einingar

  Starfsvettvangur myndlistarmanna, 1 ECTS eining

 • B hluti Líkami málverksins

  Efni og aðferðir, 6 ECTS einingar

  Vinnustofa, 10 ECTS einingar

  Módelteikning/-málun, 3 ECTS einingar

  Hugmyndavinna, 3 ECTS einingar

  Sýning, 1 ECTS eining

  Listfræði 4 ECTS einingar

  Málstofa, 3 ECTS einingar

 • C hluti Tilraunir með málverkið

  Efni og aðferðir, 6 ECTS einingar

  Vinnustofa , 10 ECTS einingar

  Módelteikning/-málun, 3 ECTS einingar

  Hugmyndavinna, 3 ECTS einingar

  Mappa, 1 ECTS eining

  Heimspeki, 3 ECTS einingar

 • D hluti Samræða við samtímann

  Efni og aðferðir, 6 ECTS einingar

  Vinnustofa, 10 ECTS einingar

  Módelteikning/-málun, 3 ECTS einingar

  Hugmyndavinna, 3 ECTS einingar

  Sýning, 1 ECTS eining

  Heimspeki, 4 ECTS einingar

  Málstofa, 3 ECTS einingar