Áfangar

Áfangar eru skipulagðir með hliðsjón af aðalnámsskrá framhaldsskóla og með tilliti til reynslu kennara Myndlistaskólans. Námið er sambærilegt við listnámsbrautir í öðrum framhaldsskólum. Kennt er í lotum en sjónlistadeild byggir samt á bekkjakerfi, ekki áfangakerfi og að því leyti að svigrúm nemandans til að velja sér námsáfanga er takmarkað. Gert er ráð fyrir að nemandi ljúki námi sínu í sjónlistadeild á þeim tíma sem tilgreindur er fyrir viðkomandi námsbraut.

Við upphaf áfanga fær nemandi kennsluáætlun þar sem jafnframt koma fram markmið með áfanga, aðferðir við námsmat og upplýsingar um efni og áhöld sem áfanginn útheimtir. Námsmat fer fram í lok hvers áfanga eða síðar eftir nánara skipulagi þar um.