13-16 ára Teikning, málun og blönduð tækni

Númer: 
150501
SKRÁNING OG GREIÐSLA: 
Fara á skráningarvef
Kennari: 
Margrét M. Norðdahl
Kennsludagur / kennsludagar: 
Þriðjudagar
Kennslutími: 
17.45-20.10
Upphafsdagur haustannar: 
þriðjudagur, 12 september, 2017
Lokadagur haustannar: 
þriðjudagur, 5 desember, 2017
Stutt lýsing á námskeiði: 

Á þessu námskeiði verður unnið með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu og málun bæði hefðbundnar og nýstárlegar. Farið verður í litafræði, myndbyggingu, hugmyndavinnu og skissugerð og við nýtum mismunandi tækni, efni og verkfæri. Í hverjum tíma hitum við upp með sérstökum teikniæfingum fyrir hægra heilahvelið sem miða sérstaklega að því að auka færni í teikningu. Samhliða skoðum við líka listasöguna og þá ólíku stíla sem finna má í málverkum í fortíð og nútíð. Unnið verður með vatnsliti, akrílmálningu, blek og önnur efni. Áhersla verður lögð á að virkja áhugasvið nemenda og sköpunargleði þeirra. 

Efniskaup: 
Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Frídagar haustönn: 
* Haustfrí er frá og með fimmtudeginum 19. október til og með mánudeginum 23.október. * Jólafrí er frá og með þriðjudeginum 12. desember til og með miðvikudeginum 10. janúar.
Verð: 
Kr. 54,800
Viðbótarkostnaður fyrir börn og ungmenni með lögheimili utan Reykjavíkur. (Sjá nánar Skólagjöld undir Börn og ungt fólk): 
Kr.16,200
Hámarksfjöldi nemenda: 
12
Kennslustaður: 
Hringbraut 121
Kennslustundir: 
44
Fjöldi kennsluvikna: 
13
Deild: 
Börn og ungt fólk
Flokkur: 
13 - 16 ára