10-12 ára "YouTube Hrærivélin"

Númer: 
140801
SKRÁNING OG GREIÐSLA: 
Fara á skráningarvef
Kennari: 
Þorbjörg Jónsdóttir og Ninna Þórarinsdóttir
Kennsludagur / kennsludagar: 
Þriðjudagar
Kennslutími: 
15.00-17.15
Upphafsdagur haustannar: 
þriðjudagur, 12 september, 2017
Lokadagur haustannar: 
þriðjudagur, 5 desember, 2017
Stutt lýsing á námskeiði: 
Allt í kringum okkur er myndefni, og kannski hefur aldrei áður verið jafn auðvelt að nálgast allskonar myndrænan efnivið eins og núna.  Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að aðstoða nemendur við að leita leiða til að nýta sér þetta framboð myndefnis á skapandi hátt.  Unnið verður með stafrænt efni og nemendum sýnt hvernig hægt er að búa til ný kvikmyndaverk úr nánast hverju sem er, til dæmis myndböndum af YouTube, tölvuleikjum, gömlum  kvikmyndum, ljósmyndum, hljóði og fleiru, og nemendum verða sýndar leiðir til að nálgast fundið efni. 
 
Hafi nemendur áhuga á að blanda fundnu efni við eigið myndefni eru þeir hvattir til að koma með hvers konar myndvélar sem þeir hafa aðgang að, hvort sem það eru símar, einnota myndavélar eða vídjótökuvél heimilisins.  Við förum þá yfir myndvélarnar saman, með það fyrir augum að nemandinn geti haldið áfram sinni listsköpun eftir að námskeiðinu lýkur með þeim tækjum sem hann/hún hefur greiðan aðgang að. 
 
Á námskeiðinu verður farið í kvikmyndaklippingu, einfalda hljóðvinnslu, og við ræðum um þær tengingar sem við gerum á milli myndefnis, hljóðs og texta, rytma  í klippingu og svo framvegis.  Einnig verða sýnd dæmi um videóverk og kvikmyndir sem notast við fundið efni, bæði að hluta og að fullu. Stefnt er að því að hver og einn nemandi geri að minnsta kosti eitt kvikmyndaverk á meðan á námskeiðinu stendur.  
Efniskaup: 
Allt efni innifalið. Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Frídagar haustönn: 
* Haustfrí er frá og með fimmtudeginum 19. október til og með mánudeginum 23.október. * Jólafrí er frá og með þriðjudeginum 12. desember til og með miðvikudeginum 10. janúar.
Verð: 
Kr. 50,200
Viðbótarkostnaður fyrir börn og ungmenni með lögheimili utan Reykjavíkur. (Sjá nánar Skólagjöld undir Börn og ungt fólk): 
Kr.15,000
Hámarksfjöldi nemenda: 
10
Kennslustundir: 
39
Fjöldi kennsluvikna: 
13
Deild: 
Börn og ungt fólk
Flokkur: 
10 - 12 ára