Framhaldsskólastig

Námsmat

Námsmat við sjónlistadeild tekur mið af markmiðum (um þekkingu, leikni og hæfni) í viðkomandi áfanga og er samsett úr mörgum þáttum. Til að fylgjast með framvindu náms nemandans beitir kennarinn símati auk þess að meta einstök verkefni, hvert á sínum forsendum.

InntökuprófInntökupróf fyrir nám við sjónlistadeild skólaárið 2017-18 verður haldið föstudaginn 26. maí 2017.

Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði fyrir námið sem sótt er um og senda inn fullgilda umsókn, fá sent boð í inntökupróf og eru væntanlegir nemendur valdir úr þeim hópi.  

Efnis- og bókakostnaður

Námi við sjónlistadeild fylgir lítill bókakostnaður en nemandinn þarf að eiga öll helstu verkfæri og áhöld til verklegrar vinnu. Einnig getur nemandinn þurft að koma með eigið efni, einkum og sér í lagi í frjálsri vinnu. Gegn framvísun skólaskírteinis fær nemandinn afslátt í helstu verslunum með myndlistarvörur.

Námslok

Nemandi sem lokið hefur tilætluðum áföngum í deildinni útskrifast með stúdentspróf af listnámsbraut. Prófið er góður undirbúningur fyrir þá sem ætla að sækja um Listaháskóla Íslands sem og aðra listaháskóla og sérskóla á sviði sjónlista hér á landi og erlendis.

Námsferill

Námsferill nemandans er skráður í miðlægt tölvukerfi skólans og getur nemandi við annalok fengið útprentað yfirlit um stöðu sína í námi. Útprentað afrit er geymt í skjalasafni skólans.

Mat á námi úr öðrum skólum

Skólasókn

Nemendur eiga að mæta í alla kennslu og koma stundvíslega hvern dag. Kennarar hafa yfirlit yfir ástundun og skrá viðveru nemenda. Forföll vegna veikinda skulu tilkynnt samdægurs og síðan staðfest með læknisvottorði.

Áfangar

Áfangar eru skipulagðir með hliðsjón af aðalnámsskrá framhaldsskóla og með tilliti til reynslu kennara Myndlistaskólans. Námið er sambærilegt við listnámsbrautir í öðrum framhaldsskólum. Kennt er í lotum en sjónlistadeild byggir samt á bekkjakerfi, ekki áfangakerfi og að því leyti að svigrúm nemandans til að velja sér námsáfanga er takmarkað.

Syndicate content