Diplómanám

Skólagjöld

Stjórn skólans ákveður fjárhæð námsgjalda. Skólagjöld greiðast til skrifstofu Myndlistaskólans og eru innheimt með greiðsluseðlum, sem deilt er í nokkrar greiðslur fyrir hverja önn. Staðfestingargjald sem er hluti af skólagjöldum annarinnar þarf að greiða fyrir lok júní til að tryggja skólavist á haustönn.

Námsárangur og einingar

Hver önn er 17 vikur og er gert ráð fyrir að nemandi ljúki sem samsvarar 30 ECTS einingum á hverju misseri. ECTS stendur fyrir European Credit Transfer and Accumulation System og er námseiningakerfi sem verið er að innleiða í öllum löndum EES-svæðisins. Almennt séð samsvarar fullt nám 60 ECTS einingum á ársgrundvelli.

Námstími og skólasókn

Diplómanám í málaralist er tveggja ára fullt nám í dagskóla þar sem unnin eru verkefni í málaralist með ýmsum aðferðum og mismunandi áhöldum.
Viðvera nemenda er að jafnaði frá klukkan 8:30 – 15:30 alla virka daga.

Umsókn í diplómanám í málaralist

Umsóknarfresti fyrir nám á haustönn 2016 er lokið. Upplýsingar um inntöku nýrra nemenda veitir J. B. K.

Innökuskilyrði í diplómanám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun

Miðað er við að umsækjandi hafi lokið fjögurra ára námi á framhaldsskólastigi eða hafi reynslu sem metin er fullnægjandi til að stunda nám á námsbrautinni.

Ávinningur diplómanáms í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun

Ávinningur diplómanámsins fyrir fólk með þroskahömlun er margþættur. Meðal annars sá að listsköpun og listræn sýn nemenda fær að njóta sín en með því að hlúa að henni stuðlum við að fjölbreyttara og áhugaverðara samfélagi.

Markmið diplómanáms í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun

  • Að nemendur kynnist margs konar aðferðum og miðlum, klassískum og nútímalegum.
  • Að með tæknilegri þjálfun og kynningu ólíkra listmiðla fái nemendur tækifæri til að velja sér persónulega leið og verði sjálfstæðir í myndsköpun sinni.
  • Að nemendur fái innsýn í listasögu og nútímalist.
  • Að skoða samtímavettvang myndlistar og h&oum

Diplómanám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun

Á þessari nýju námsbraut er markmiðið að skapa vettvang fyrir einstaklinga með þroskahömlun til að vinna að listsköpun í hagstæðu og frjóu umhverfi, innan um þann fjölbreytta hóp nemenda sem stundar nám við Myndlistaskólann, á ýmsum sviðum sjónlista og á ýmsum aldri. Námið tekur 2 skólaár, 4 annir. Kenndar eru 14 kennsluvikur á hverri önn.

Áfangar í Textíl diplómanámi

TEXTÍLL A-hluti:

Ullarvinnsla og jurtalitun  A-hluti Trefjar XUJ3A05
Vefnaður A-hluti Trefjar XVF3A
Syndicate content